Skilmálar


Eftirfarandi skilmálar og skilyrði gilda um verslanir og vefverslun Ilse Jacobsen á Íslandi.

Verslanir Ilse Jacobsen á Íslandi, á Garðatorgi 3, Garðabæ, Kringlunni, Reykjavík og vefverslunin ilsejacobsen-iceland.is eru reknar af Rós design ehf, Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Kt. 531108-1400, vsk númer 103555. Sími 517-4806, Tölvupóstfang info@ilsejacobsen-iceland.is
Ilse Jacobsen á Íslandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. 

AFHENDING
Ilse Jacobsen - Iceland selur aðeins innanlands. Þú getur valið um tvenns konar afhendingarmáta: Að fá vöruna senda með Íslandspósti (postur.is) eða valið að sækja hana eftir að hafa fengið tölvupóst um að varan sé tilbúin til afhendingar í verslun okkar á Garðatorgi. 

Með póstleiðinni getur þú valið um að fá pakkan sendan heim, á pósthús, eða í póstbox. Helgarpantanir fara í póst næsta virka dag. Pöntun send með Íslandspósti  tekur venjulega tvo virka daga eða skemur og þú færð SMS þegar sendingin er lögð af stað. Sendingarkostnaður greiðist af kaupanda.  
Ef þú velur að sækja pöntunina í verslun okkar þá getur þú nálgast vöruna sólarhring eftir pöntun á Garðatorgi 3 í Garðabæ, gegn framvísun kvittunar á tölvupósti.

Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Ilse Jacobsen á Íslandi (Rós design ehf) ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Týnist vara í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Ilse Jacobsen á Íslandi til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Hægt er að greiða 590 kr. fyrir rekjanlegt bréf.

VERÐ Á VÖRU OG SENDINGARKOSTNAÐUR
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk. Allar vörur úr vefversluninni eru sendar með Íslandspósti, Póstinum. Sendingarkostnaður greiðist af kaupanda.

REGLUR UM SKIPTI OG VÖRUSKIL
Ekki er hægt að skila:
-Skóm sem ekki eru í kassa
-Fatnaði sem búið er að taka miðan úr
-Útsöluvöru
-Notaðri vöru

Skilafrestur er einn mánuður. Kassakvittun eða kvittun úr vefverslun er skilyrði fyrir vöruskilum. 

Vörur sem verslaðar eru í gegnum vefverslun er hægt að fá endurgreiddar innan tveggja vikna frá kaupum. 

Hægt er að skila vöru sé um vörugalla að ræða. Kassakvittun eða kvittun úr vefverslun er skilyrði fyrir vöruskilum.
Ávallt er boðin viðgerð á gallaðri vöru, ef því verður komið við.

Ef ekki fæst nákvæmlega eins vara ógölluð fær viðskiptavinur vöruna endurgreidda.

Upphæð inneignarnótu eða endurgreiðslu
Upphæð inneignarnótu eða endurgreiðslu skal vera það verð sem kemur fram á kassakvittun. 
Inneignanóta gildir í 2 ár frá útgáfudegi.

TRÚNAÐUR - ÖRYGGI
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Sjá nánar um PERSÓNUVERNDARSTEFNU.

LÖG OG VERNDARÞING
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Mál vegna hans skal rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.